26.01.2007

Þynningarsvæði álversins minnkað um 70%

Þynningarsvæði álversins í Straumsvík verður minnkað um 70% samhliða stækkun álversins, samkvæmt tillögu samráðshóps um deiliskipulag Straumsvíkursvæðisins sem kynnt var í vikunni. Niðurstaða þessa þverpólitíska samstarfshóps, sem fulltrúar Alcan sátu einnig í, er stórmerkileg enda er verulega komið til móts við sjónarmið þeirra sem telja áhrifasvæði álversins of stór og umhverfisáhrifin of mikil. Minnkun þynningarsvæðis og verulega auknar umhverfiskröfur eru verða að teljast líklegar til að sætta ólík sjónarmið um framtíðarnýtingu svæðisins.

Verkefni samráðshópsins var að fara yfir þá þætti sem lágu til grundvallar áður auglýstri deiliskipulagstillögu fyrir svæðið leiðir til að koma til móts við innsendar athugsemdir. Auk áðurnefndra breytinga hafa þjónustubyggingar sem áður var fyrirhugað að reisa Hafnarfjarðarmegin við verksmiðjuna hafa verið færðar svo þær verði minna sýnilegar og sjónrænu áhrifin verði í lágmarki.

Núverandi þynningarsvæði var skilgreint af Hollustuvernd ríkisins árið 1995. Síðan þá hefur gríðarleg þróun orðið í mengunarvörnum og vegna góðs árangurs Alcan í umhverfismálum hefur þynningarsvæðið fyrir núverandi starfsemi verið umtalsvert stærra en nauðsynlegt hefur verið. Með þann frábæra árangur í huga, stöðuga þróun á mengunarvarnarbúnaði og tæknilegum breytingum er hægt að verða við óskum um minna þynningarsvæði.

« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar