01.03.2007
Félag vélstjóra og málmtæknimanna vilja stækka í Straumsvík
Félag vélstjóra og málmtæknimanna leggur áherslu á að álver Alcan í Straumsvík verði stækkað, enda verði stækkunin unnin í sátt við umhverfissjónarmið og fullnægi öllum skilyrðum um mengunarvarnir. Þetta var samþykkt á fundi félagsins á dögunum.
Fundurinn telur að stækkun álversins hafi jákvæð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf til framtíðar, stuðli að eflingu iðnaðar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu auk þess að leggja Hafnfirðingum til auknar tekjur.
Fundurinn telur að stækkun álversins mun styrkja atvinnulífið á höfuðborgarsvæðinu og skapa fjölda starfa, bæði við verksmiðjuna sjálfa og hjá fyrirtækjum sem þjónusta álverið beint og óbeint. Verksmiðjan muni einnig hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf og efla hagvöxt til frambúðar, ekki síst í Hafnarfirði þar sem tekjur sveitarfélagsins muni aukast verulega.
« til bakaDeila