01.03.2007

Upplýsingamiðstöð opnuð í Firðinum!

Laugardaginn 3. mars næstkomandi verður opnuð upplýsingamiðstöð álversins í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Upplýsingamiðstöðin verður staðsett á 2. hæð í Firðinum og verður hún opnuð kl . 13 með pompi og prakt.

Karlakórinn Þrestir mun syngja og einnig verður hin vinsæla söngkona Lay Low á staðnum. Boðið verður uppá kaffi og góðan félgasskap. Tilgangur miðstöðvarinnar er að upplýsa almenning um rekstur álversins ásamt því að kynna fyrir fólki mál er varða stækkun álversins. 

Við bjóðum að sjálfsögðu alla velkomna á staðinn til að fræðast um álverið, starfsfólk þess og möguleikana sem fylgja stækkun!  Athugið að leikaðstaða er fyrir börnin og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


« til baka