16.03.2007
ISAL-tíðindum dreift í Hafnarfirði
Nýtt tölublað ISAL-tíðinda er komið út og er komið í dreifingu. Að venju er blaðinu dreift til allra starfsmanna en að að auki er blaðinu að þessu sinni dreift til allra heimila í Hafnarfirði svo bæjarbúar geti glöggvað sig á ýmsu er varðar fyrirtækið.
Að venju er blaðið fullt af efni úr öllum áttum. Það er hins vegar nokkuð frábrugðið fyrri tölublöðum að ýmsu leyti, t.d. eru ítarleg viðtöl í blaðinu við nokkra starfsmenn og vegna atkvæðagreiðslunnar um framtíð álversins er að sjálfsögðu að finna upplýsingar um fyrirhugaða stækkun.
Ekki þarf að hafa mörg orð um tilefni þess að blaðið er sent til íbúa í Hafnarfirði. Þeir hafa óskað eftir upplýsingum og röksemdum fyrir stækkun og þær viljum við veita. Við höfum í þeim tilgangi opnað upplýsingamiðstöð í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði, þangað sem allir eru velkomnir til að kynna sér málið. Vefurinn www.straumsvik.is geymir líka mikið magn upplýsinga um fyrirhugaða stækkun og við hvetjum alla áhugasama um að kynna sér þær.
Nýjasta tölublað ISAL-tíðinda getur þú sótt með því að smella hér.
« til bakaDeila