27.03.2008

Árangur Alcan á Íslandi í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum ræddur á fundi Stjórnvísi

Þann 14. mars s.l. hélt Stjórnvísi fund í höfuðstöðvum Morgunblaðsins um áskorun og ávinng í ISO 14001 vottuðum fyrirtækjum. Fyrirlesarar á fundinum voru þau Ólafur Brynjólfsson gæðastjóri hjá Morgunblaðinu,Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og gæðastjóri hjá Hópbílum og Guðrún Þóra Magnúsdóttir Leiðtogi HSE og sjálfbærni hjá Alcan.

Öll fyrirtækin hafa langa reynslu af því að starfa sem ISO 14001 vottuð fyrirtæki.
Alcan hlaut t.a.m. vottun fyrst fyrirtækja á Íslandi árið 1997, Morgunblaðið árið 2002 og Hópbílar árið 2004.

Á fundinum héldu fyrirtækin stutta kynningu þar sem fjallað var um ávinning þeirra af ISO 14001 staðlinum fyrir, starfsmenn, stjórnendur og viðskiptavini fyrirtækjanna.

Í kynningu Guðrúnar Þóru á fundinum fjallaði hún um þann mikla árangur sem náðst hefur hjá Alcan í heilsu-, -öryggis og umhverfismálum á undanförnum árum. Guðrún Þóra lagði áherslu á þá eftirfylgni sem fælist í áætlanagerð og þeirri nálgun að hafa stjórn á umhverfisþáttum með stöðugar umbætur að leiðarljósi. Jafnframt væri annar mjög mikilvægur þáttur er að með umhverfisstjórnunarkerfi ISAL er verið að horfa fram veginn en ekki eingöngu í baksýnisspegilinn. Fylgst er með fyrirhuguðum kröfum sem verða þannig innlegg í þau markmið sem fyrirtækið setur sér. Stjórnendur eru því undirbúnir þeim kröfum sem vænta má í framtíðinni og hafa möguleika á því að vera á undan henni. Það geti vissulega verið mikil áskorun að vera í fremstu röð í heilsu-, öryggis- og umhverfismálum en um leið veiti sú skuldbinding ákveðna hvatningu til að gera enn betur.

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk. Með fundum af þessu tagi skapast tækifæri til að mynda þverfagleg tengsl, skiptast á hugmyndum og vinna að úrbótum í svipuðum málum.

« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar