07.05.2008
Grænt bókhald Alcan á Íslandi hf fyrir árið 2007
Grænt bókhald Alcan á Íslandi hf, fyrir árið 2007 er komið út. Markmiðið með grænu bókhaldi er að koma upplýsingum um umhverfismál fyrirtækisins á framfæri til almennings og er því sett fram á aðgengilegan hátt. Það inniheldur allar lykilupplýsingar um frammistöðu í umhverfismálum á síðasta ári og árangurinn borinn saman við fyrri ár. Okkar bókhald er mun ítarlegra en það þarf að vera og er í raun ítarleg umhverfisskýrsla í leiðinni. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur græna bókhaldið sem skartar að þessu sinni rauðum lit Rio Tinto Alcan.Smellið HÉR til að skoða grænt bókhald Alcan á Íslandi hf, fyrir árið 2007
« til bakaDeila