29.12.2008

Rannveig Rist mađur ársins í íslensku atvinnulífi

Tímaritiđ Frjáls verslun hefur útnefnt Rannveigu Rist mann ársins í íslensku atvinnulífi áriđ 2008.

Í tilkynningu frá tímaritinu segir ađ Rannveig hljóti ţennan heiđur "fyrir mikla leiđtogahćfileika, hćfni viđ rekstur álversins í Straumsvík, farsćlan feril, frumkvöđlastarf á sviđi menntunar í stóriđju og forystu í málefnum kvenna í atvinnulífinu um langt skeiđ". Jafnframt er bent á ađ Alcan á Íslandi hf. hafi fyrr á árinu greitt upp allar sínar skuldir.

Ítarlegt viđtal verđur viđ Rannveigu í nćsta tölublađi Frjálsrar verslunar sem vćntanlegt er í verslanir.

Frjáls verslun hefur útnefnt mann ársins allt frá árinu 1988 og er ţetta ţví í 21. sinn sem viđurkenningin er veitt. Rannveig er fyrsta konan sem hlýtur viđurkenninguna óskipta en áriđ 1993 voru hjónin Guđrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurđsson, eigendur Stálskips, útnefnd menn ársins af tímaritinu.

Dómnefndina sem stóđ ađ valinu skipuđu ţeir Benedikt Jóhannesson framkvćmdastjóri Heims (formađur dómnefndar), Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar, Gylfi Magnússon dósent viđ Háskóla Íslands, Jón Helgi Guđmundsson forstjóri Norvikur og Sigurđur Helgason stjórnarmađur í Finnair.


« til baka

Fréttasafn

Error while rendering control: Timeout expired. The timeout period elapsed prior to obtaining a connection from the pool. This may have occurred because all pooled connections were in use and max pool size was reached.