02.07.2009

Vel heppnuð fjölskylduhátíð

Fjölskylduhátíðin í Straumsvík í gær, sem haldin var í tilefni af 40 ára framleiðsluafmæli okkar, fór fram úr björtustu vonum. Gestir voru yfir 5.000 talsins og þökkum við öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

Dregið hefur verið í  happdrættinu sem efnt var til, en númerin eru prentuð á bakhlið púsluspilanna sem börnin fengu afhent þegar þau komu.

Fimm gjafabréf í Eymundsson Hafnarfirði að fjárhæð 10.000 krónur hvert komu á eftirtalin númer:

0142
0502
0532
1661
1781

Þeir sem unnu gjafabréf geta vitjað þeirra í móttökunni á skrifstofu okkar í Straumsvík frá hádegi á morgun (föstudag), og eftir það á skrifstofutíma sem er frá 8:00 til 16:00.

Að sjálfsögðu þurfa vinningshafar að hafa púslin með vinningsnúmerinu meðferðis.

Aðalvinningurinn, barnareiðhjól að eigin vali frá Hjólasprettinum í Hafnarfirði, kom á númerið:

1041

Vinningshafinn er beðinn að gefa sig fram við okkur, annað hvort símleiðis í síma 560-7000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið isal@alcan.com. Við munum í kjölfarið mæla okkur mót við vinningshafann í Hjólasprettinum og afhenda vinninginn.

Hér að neðan eru loks nokkrar myndir frá Fjölskylduhátíðinni:


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar