02.07.2009
Vel heppnuð fjölskylduhátíð
Fjölskylduhátíðin í Straumsvík í gær, sem haldin var í tilefni af 40 ára framleiðsluafmæli okkar, fór fram úr björtustu vonum. Gestir voru yfir 5.000 talsins og þökkum við öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.
Dregið hefur verið í happdrættinu sem efnt var til, en númerin eru prentuð á bakhlið púsluspilanna sem börnin fengu afhent þegar þau komu.
Fimm gjafabréf í Eymundsson Hafnarfirði að fjárhæð 10.000 krónur hvert komu á eftirtalin númer:
0142
0502
0532
1661
1781
Þeir sem unnu gjafabréf geta vitjað þeirra í móttökunni á skrifstofu okkar í Straumsvík frá hádegi á morgun (föstudag), og eftir það á skrifstofutíma sem er frá 8:00 til 16:00.
Að sjálfsögðu þurfa vinningshafar að hafa púslin með vinningsnúmerinu meðferðis.
Aðalvinningurinn, barnareiðhjól að eigin vali frá Hjólasprettinum í Hafnarfirði, kom á númerið:
1041
Vinningshafinn er beðinn að gefa sig fram við okkur, annað hvort símleiðis í síma 560-7000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið isal@alcan.com. Við munum í kjölfarið mæla okkur mót við vinningshafann í Hjólasprettinum og afhenda vinninginn.
Hér að neðan eru loks nokkrar myndir frá Fjölskylduhátíðinni:
« til bakaDeila