08.01.2010

Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó þriðjudaginn 5. janúar sl. og afhenti Víkingi Heiðari áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna.

Dómnefnd verðlaunanna skipa frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.

Fá menningarverðlaun hér á landi eiga sér lengri sögu en Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste. Þegar hann dró sig í hlé skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda verðlaununum við og hefur Alcan á Íslandi hf. verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari þeirra.

Víkingur Heiðar Ólafsson lauk mastersprófi frá Juilliard listaháskólanum í New York vorið 2008. Í Juilliard hlaut hann árið 2006 Carl Roeder-verðlaunin fyrir píanóleik og á lokaári sínu sigraði hann í einleikarakeppni á vegum skólans sem veitti honum rétt til að flytja píanókonsert með hljómsveit skólans í tónleikasal New York Fílharmóníunnar. Hann hlaut fyrstu tilsögn á píanó fjögurra ára að aldri hjá móður sinni, Svönu Víkingsdóttur, en stundaði síðar nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk einleikaraprófi árið 2001. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin tvisvar sinnum: árið 2004 í flokknum „bjartasta vonin“ og árið 2006 í flokknum „flytjandi ársins“, en hann er yngstur allra sem hlotið hefur þau verðlaun. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Kína, Kanada, Lettlandi, Rúmeníu, Ítalíu, Belgíu, Spáni og Frakklandi, auk fjölda tónleika á Íslandi.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar