14.07.2010

Álverið í Straumsvík hlýtur öryggisviðurkenningu forstjóra Rio Tinto

Álverið í Straumsvík hefur hlotið árlega öryggisviðurkenningu forstjóra Rio Tinto árið 2010. Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í öryggismálum á undanliðnum tveimur árum. Þetta er önnur af aðeins tveimur öryggisviðurkenningum sem Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, veitir starfsstöðvum fyrirtækisins að þessu sinni.

Rio Tinto, sem keypti kanadíska álfyrirtækið Alcan árið 2007, var stofnað árið 1873 og er í dag þriðja stærsta námafyrirtæki heims. Starfsmenn þess eru ríflega 100 þúsund. Yfir 90% af eignum Rio Tinto eru í Ástralíu, Norður-Ameríku og Evrópu.

Árangur álversins í Straumsvík í öryggismálum, og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til öryggismála, hafa vakið eftirtekt hjá móðurfélaginu um nokkurra ára skeið. Endanleg ákvörðun um verðlaunin var jafnframt byggð á mati sérfræðinga frá Rio Tinto sem heimsóttu álverið fyrr á árinu. Meðal þess sem tilgreint er að hafi ráðið niðurstöðunni er annars vegar sýnileg og einlæg áhersla stjórnenda á að byggja upp og viðhalda metnaði innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir slys, og hins vegar sú skýra afstaða bæði starfsfólks og verktaka að unnt sé að vinna öll verk á öruggan hátt.

„Þetta er í senn mjög mikill heiður og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Hvatningin er jafnvel þýðingarmeiri en hitt, því það er ekki síður mikil áskorun að viðhalda góðum árangri en að ná honum,“ segir Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. „Við tókum ákvörðun um það fyrir meira en áratug að ráðast skipulega og markvisst gegn slysum og óhöppum og hefur tekist að bæta okkur mikið, en lykillinn að því er metnaður hvers og eins starfsmanns til að gera sífellt betur. Samstarfið við Rio Tinto hefur einnig verið gott og við höfum án nokkurs vafa notið góðs af þeirri áherslu sem móðurfélagið leggur á öryggismál og mikilli reynslu þess á því sviði.“


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar