26.08.2010

Fjórðungur starfsmanna hljóp og safnaði milljón

Rio Tinto Alcan afhenti í dag eina milljón króna í styrki til góðgerðamála. Styrkirnir voru veittir í tengslum við þátttöku starfsmanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2010, en alls hlupu starfsmenn álversins um það bil 1.000 kílómetra.

Fyrirtækið lagði fram 100.000 krónur fyrir hvern hlaupahóp starfsmanna. Alls skráðu 105 starfsmenn sig til þátttöku, eða tæplega fjórðungur starfsmanna fyrirtækisins. Þeir skipuðu sér í tíu hlaupahópa og nam því heildarfjárhæð styrkjanna einni milljón króna. Hóparnir réðu því sjálfir hvaða góðgerðamál þeir styrktu.

Fulltrúum félagasamtakanna sem hlutu styrk var boðið til athafnar í álverinu í Straumsvík þar sem þeir tóku á móti styrkjunum frá fulltrúum hlaupahópanna og nutu jafnframt kaffiveitinga með starfsmönnum fyrirtækisins.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk: 

  • Barnaspítalasjóður Hringsins (tveir styrkir)
  • Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki
  • Einstök börn
  • Krabbameinsfélag Íslands
  • Ljósið
  • MND félagið á Íslandi
  • Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
  • Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (tveir styrkir)

 

Henning Ejerskov Sörensen starfsmaður rannsóknastofu ISAL afhendir fulltrúum Barnaspítalasjóðs Hringsins styrk fyrir hönd síns hlaupaliðs


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar