21.09.2010
Full og eðlileg starfsemi komin á aftur
Undanfarinn mánuð hafa starfsmenn ISAL og verktakar unnið hörðum höndum að því að koma á fullri og eðlilegri starfsemi í steypuskála ISAL í kjölfar bruna, fimmtudagskvöldið 19. ágúst síðastliðinn. Viðgerðir gengu vonum framar og hefur fullri og eðlilegri framleiðslu nú verið komið á aftur.
Þeir eru margir sem eiga þakkir skildar fyrir sína aðkomu að málinu. Öruggt og samstillt átak starfsmanna spilaði veigamikinn þátt í hversu skjótt fullri og eðlilegri framleiðslu var komið á aftur.
« til bakaDeila