13.10.2010

Samingur um viðauka við aðalsamning undirritaður

Í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi hf. og Sigurður Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alcan á Íslandi hf. samning um viðauka við aðalsamning á milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan á Íslandi hf. Um er að ræða áttunda viðauka við aðalsamninginn frá árinu 1966.

Með nýjum raforkusamningi á milli Alcan á Íslandi hf. og Landsvirkjunar, sem undirritaður var 15. júní sl.,  var annars vegar endursamið um verð á allri núverandi orkusölu til álversins og hins vegar samið um  afhendingu á viðbótarorku (75 MW) vegna áætlaðrar framleiðsluaukningar álversins í Straumsvík. Nýji raforkusamningurinn kemur í stað eldri raforkusamnings á milli Alcan á Íslandi hf. og Landsvirkjunar en í aðalsamningnum frá 1966 er víða vísað í eldri raforkusamninginn sem hingað til hefur verið „fylgiskjal A“ við aðalsamning. Þar sem ætlunin er að hinn nýji raforkusamningur verði sjálfstæður samningur og með öllu ótengdur aðalsamningnum varð nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á texta aðalsamningsins, þ.e. að afnema „fylgiskjal A“ og hreinsa aðalsamninginn af öllum ákvæðum þar sem vísað er í raforkusamning eða kveðið á um afhendingu raforku.

Með þeim viðaukasamningi við aðalsamninginn sem undirritaður var í dag eru því gerðar framangreindar nauðsynlegar breytingar á aðalsamningnum, þannig að unnt sé að líta á aðalsamninginn frá 1966 og hinn nýja raforkusamning sem tvo sjálfstæða og ótengda samninga. Viðaukasamningurinn verður lagður fyrir Alþingi til að veita honum lagagildi, alveg eins og gert var á sínum tíma við aðalsamninginn frá 1966 og þá sjö viðauka sem gerðir hafa verið frá árinu 1966.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf. að lokinni undirritun samningsins.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar