25.02.2011

Rio Tinto Alcan tilnefnt til Þekkingarverðlauna

Rio Tinto Alcan á Íslandi hlaut í gær viðurkenningu sem eitt þriggja fyrirtækja sem tilnefnd voru til árlegra Þekkingarverðlauna Félags viðskipta- og hagfræðinga. Þema verðlaunanna í ár var "verðmætasköpun".

Alls voru 122 fyrirtæki nefnd í könnun meðal félagsmanna en dómnefnd tilnefndi þrjú: Rio Tinto Alcan, Icelandair og Samherja.

Meðal þess sem dómnefndin studdist við í vali sínu var skýr framtíðarsýn, stefna og gildi sem endurspeglast í árangri fyrirtækisins síðastliðin þrjú ár, skilgreindar aðgerðir sem styðja við þennan árangur, samfélagsleg ábyrgð, hvaða ferli séu til staðar til að tryggja að verðmætasköpun fyrirtækisins sé stöðugt í vexti og síðast en ekki síst góðir stjórnarhættir.

Icelandair hlaut Þekkingarverðlaunin en Rio Tinto Alcan og Samherji hlutu einnig viðurkenningu sem veitt var af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.

Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi, tók við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.

Forseti Íslands hrósaði í ræðu sinni fyrirtækjunum þremur fyrir mikilvægt framlag þeirra til endurreisnar íslensks efnahags- og atvinnulífs. Hann áréttaði nauðsyn þess að haldið yrði á lofti þeim góða árangri sem væri að nást víða í atvinnulífinu, eins og þessi þrjú fyrirtæki sýndu. Varasamt væri að vera aðeins með eina sögu í umræðunni, sögu erfiðleika og afturfarar, þegar ljóst væri að á fjölmörgum sviðum væri að nást til muna betri árangur en áður.


Sigurður Þór Ásgeirsson fjármálastjóri og staðgengill forstjóra Rio Tinto Alcan á Íslandi (lengst t.h.) ásamt fulltrúum Icelandair og Samherja og forseta Íslands við verðlaunaafhendinguna í gær.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar