01.07.2011

Katrín Pétursdóttir og Arnaud Soirat í stjórn Alcan á Íslandi hf.

Í gær fór aðalfundur Alcan á Íslandi hf. fram. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. og Arnaud Soirat, rekstrarstjóri Evrópudeildar Rio Tinto Alcan, taka sæti í stjórn en þau leysa af hólmi Einar Einarsson og Dr. Wolfgang Stiller sem verið hefur stjórnarformaður frá árinu 2001.

Ný stjórn Alcan á Íslandi hf. er skipuð eftirfarandi aðilum:

Jean-Philippe Puig, stjórnarformaður
Katrín Pétursdóttir
Sylvian Bolduc
Jón Sigurðsson
Arnaud Soirat
Margrét Frímannsdóttir*
Gunnar Axel Axelsson*
*Fulltrúar ríkisstjórnar Íslands

 

 


« til baka

Fréttasafn