22.08.2011

Metþátttaka í maraþoni - 1,3 milljónir til góðgerðarmála

Starfsmenn Rio Tinto Alcan afhentu í dag 1,3 milljónir króna í styrki til góðgerðamála. Styrkirnir voru veittir í tengslum við þátttöku starfsmanna álversins í Straumsvík í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2011, þar sem þeir hlupu alls 1.062 kílómetra.

Ríflega fjórðungur starfsmanna tók þátt í maraþoninu að þessu sinni, eða 135, sem er met. Fyrirtækið lagði fram 100.000 krónur fyrir hvern tíu manna hlaupahóp, en hóparnir réðu sjálfir hvaða góðgerðarmál þeir styrktu. Þrettán hlaupahópar styrktu átta góðgerðarsamtök um alls 1,3 milljónir króna.

Styrkirnir voru afhentir við athöfn í álverinu í Straumsvík fyrr í dag. Fulltrúar góðgerðarsamtakanna tóku á móti styrkjum frá fulltrúum hlaupahópanna og nutu kaffiveitinga með starfsmönnum álversins.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk:
• Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (þrír styrkir)
• Ljósið (tveir styrkir)
• Rjóðrið (tveir styrkir)
• MS félagið
• Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna
• Félag nýrnasjúkra
• Blátt áfram
• Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónusta
 


Rannveig Rist, forstjóri, ásamt fulltrúum góðgerðasamtakanna við styrkveitingarathöfn í Straumsvík


« til baka