07.11.2011

Afsogslagnir þurrhreinsistöðvar 1 færðar

Klukkan 9:00 á morgun, þriðjudaginn 8. nóvember, verður ein af þremur þurrhreinsistöðvum álversins í Straumsvík stöðvuð í um eina klukkustund. Í framhaldi af því verður afsog tekið af 40 af 160 kerum sem þessi þurrhreinsistöð þjónar og má búast við að ekkert afsog verði af 40 kerum í um 8 til 12 klst. (Alls eru 480 ker í kerskálunum.) Að þeim tíma liðnum er gert ráð fyrir annarri stuttri stöðvun á þurrhreinsistöðinni áður en fullt afsog verður sett á öll ker að nýju.

Aðgerðin er nauðsynleg vegna framkvæmda sem tengjast fyrirhugaðri 20% framleiðsluaukningu álversins, en vegna þeirra þarf að færa afsogslagnir þessarar þurrhreinsistöðvar.

Um leið og afsogslagnirnar verða færðar verða þær einnig tengdar við tengistokk fyrir nýja þurrhreinsistöð, sem sett verður upp á næsta ári í því skyni að auka afköst hreinsibúnaðarins.

Þegar sá búnaður verður tekinn í notkun mun útblástur flúors á hvert framleitt tonn minnka. Hér er því um að ræða bættar mengunarvarnir.

Aðgerðin hefur verið undirbúin vel til að stuðla að því að hún taki sem stystan tíma.

Þurrhreinsistöðvarnar gegna því hlutverki að hreinsa ryk og flúor úr útblæstri frá kerskálum. Það má því gera ráð fyrir að aukinn útblástur verði sýnilegur frá álverinu á meðan á aðgerðunum á morgun stendur.

Hins vegar er gert ráð fyrir að áhrifin á flúor í útblæstri, með tilliti til skammtímamarka í starfsleyfi álversins, verði óveruleg.

Framkvæmdin hefur verið kynnt Heilbrigðiseftirliti og Umhverfisstofnun, sem gerir ekki athugasemdir við hana.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar