19.03.2012

Búnaður fyrir nýjar þurrhreinsistöðvar kom til landsins um helgina

Föstudaginn 16. mars kom til hafnar í Hafnarfjarðarhöfn skip frá Dalian Bihai í Kína með búnað ætlaðan endurnýjun þurrhreinsistöðvanna milli kerskála 1 og 2.

Skipið er það fyrsta í röðinni af tveimur sem flytja þurrhreinsistöðva búnaðinn til Straumsvíkur en seinna skipið er væntanlegt í apríl. Áður hafði komið hluti búnaðsins í gámasendingu. Búnaðurinn er mjög fyrirferðarmikill og mikil kúnst að ferma og afferma skipið án þess að hann skaðist. Unnið hefur verið á 12 tíma vöktum síðan á laugardaginn við að hífa búnaðinn frá borði og hefur hann verið fluttur á 8 vörubílum á geymslusvæðið aftan við aðveitustöðina í Straumsvík.

Endurbætur á þurrhreinsistöðvunum er nauðsynlegur hluti af IPU verkefninu til að mæta framleiðsluaukingingu í kjölfar verkefnisins og uppfylla kröfur Umhverfisstofnunar til framtíðar. Afsog frá kerum verður mun meira eftir breytingarnar, en hreinsivirkni kerfisins í heild mun aukast til muna. Jafnframt verður hljóðmengun mun minni en áður hefur verið.

Um er að ræða tvær nýjar þurrhreinsistöðvar og endurnýjun á blásurum og strompum. ÍSTAK vinnur verkið og hefur jafnframt séð um að afferma og flytja búnaðinn frá höfninni til Straumsvíkur.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar