09.11.2016

Nýr hljóðkútur á löndunarkrana álversins

Þann 1. nóvember var nýr hljóðkútur settur á súrálslöndunarkrana álversins. Þess má vænta að hávaði frá krananum minnki í kjölfarið, en hann er notaður í fáeina daga í mánuði til að landa súráli sem kemur með skipi til Straumsvíkur.

Fyrsta löndun eftir að þessar umbætur voru gerðar hófst þriðjudaginn 8. nóvember og gefur góðar vísbendingar um að breytingin hafi heppnast vel. Hljóðmælingar verða gerðar í kjölfarið til að staðfesta það.

Kostnaður við verkefnið var um 15 milljónir króna.

Eldri hljóðdeyfirinn, sem nú hefur verið skipt út, var kominn til ára sinna og hættur að virka sem skyldi. Á dagskrá er að kaupa nýjan löndunarkrana en ákveðið var að ráðast engu að síður í þessa fjárfestingu til að brúa bilið, svo að tryggt væri að hljóðstig í íbúabyggð færi örugglega aldrei yfir leyfileg mörk. Útreikningar bentu til að það gæti verið á mörkunum við ákveðin skilyrði. Þess ber að geta að hávaði við lóðamörk álversins hefur ávallt verið undir viðmiðunarmörkum í starfsleyfi.

Myndirnar voru teknar þegar búnaðurinn var settur upp þann 1. nóvember.


Hljóðkúturinn er sívali hólkurinn sem liggur láréttur fyrir miðri mynd.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar