15.11.2016

Truflanir hjá ISAL

Kerskálar, þurrhreinsistöðvar, steypuskáli og skautsmiðja álversins misstu straum á þriðja tímanum í dag í kjölfar þess að eldingu sló niður í Búrfellslínu 3. Tilraunir til að koma þeim aftur í rekstur hafa ekki borið árangur enn sem komið er að öðru leyti en því að einn kerskáli af þremur hefur afl að hluta. Áfram er unnið að því að koma þeim í rekstur á ný. Nýjar upplýsingar verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

Uppfært kl. 16:13 Hálft afl er komið á kerskála 3.

Uppfært kl. 16:32 Komið er afl að tveimur þriðju hlutum á alla kerskálana. Unnið er að því að koma þurrhreinsistöðvunum í rekstur.

Uppfært kl. 17:13 Allir þrír kerskálarnir eru um það bil að komast á fullt afl. Tvær af þremur þurrhreinsistöðvum eru komnar í fullan rekstur. Sú þriðja er á hálfu afli og gert er ráð fyrir að hún komist í fullan rekstur innan tíðar. Að óbreyttu verður því ekki um frekari uppfærslur að ræða að sinni.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar