06.06.2017

Útskrift í Stóriðjuskólanum

Tíu nemendur útskrifuðust frá Stóriðjuskólanum fyrir helgi við hátíðlega athöfn í Straumsvík. Þetta var nítjándi námshópurinn sem lýkur grunnnámi skólans frá stofnun hans árið 1998. Þar með hafa 242 starfsmenn ISAL lokið þessu námi frá upphafi.

Við útskriftina flutti  Rannveig Rist forstjóri ávarp og gerði hún nýjar áherslur og stefnu ISAL að sérstöku umtalsefni en þær voru kynntar í mars sl. Benti hún á að þau fimm áhersluefni sem stefnan hvílir á kallast vel á við námið í skólanum. Áhersluatriðin eru skaðlaus vinnustaður, öflug liðsheild, verðmætasköpun, samtarfsaðilar og vöxtur. Rannveig ræddi einnig í ávarpi sínu þann gagnkvæma ávinning sem nemendur og fyrirtækið hafa af Stóriðjuskólanum og að hann hefði fyrir löngu sannað gildi sitt.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðaráðherra, flutti ávarp við útskriftina þar sem hún vék sérstaklega að vægi og gildi Stóriðjuskólans og hversu vermæt handtök þeirra sem vinna í Straumsvík eru. Einnig fjallað hún vítt og breitt um vægi og gildi álframleiðslu á Íslandi og mikilvægi þess að umhverfisvænir orkukostir væru nýttir til framleiðslunnar hér á landi.

Að lokum flutt Loftur Óskar Grímsson skemmtilegt ávarp fyrir hönd útskriftarnema þar sem hann lýsti ánægjulegri reynslu og upplifun af náminu.

Harpa Björg Guðfinnsdóttir leiðtogi fræðslumála afhenti prófskirteini og Rannveig Rist forstjóri veitti viðurkenningar. Hlynur Björnsson var dúx með einkunnina 9,5. Semidux var Andri Karlsson með einkunnina 9,1 og Loftur Óskar Grímsson var með þriðju hæstu einkunnina 9,07. Aðrir sem útskrifuðust eru Daníel Birkir Jónsson, Davíð Hrinsson, Garðar Örn Róbertsson, Ragnar Daði Jóhansson, Rúnar Ingi Sigurðsson, Stefán Hjaltalín og Þórarinn Guðni Sveinsson.

Viðurkenningu fyrir 100% mætingu fengu Davíð Hreinsson, Hlynur Björnsson, Ragnar Daði Jóhannsson og Stefán Hjaltalín.

Kennslustundir í grunnnáminu eru alls 344. Um kennsluna sáu sérfræðingar ISAL ásamt utanaðkomandi kennurum. 


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar