21.06.2017

Team Rio Tinto í Wow Cyclothon

Wow Cyclothon hjólreiðakeppnin hefst í kvöld þar sem hjólað er í kringum landið með boðsveitafyrirkomulagi og verður Team Rio Tinto að sjálfsögðu með í keppninni. Alls munu yfir 1300 keppendur verða með í ár og horfur á spennandi keppni.

Að þessu sinni hjóla keppendur til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem þarf sannarlega á stuðningi landsmanna að halda.

Hér er áheitasíða Team Rio Tinto:

http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=7130

Einnig má fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum undir merkinu  #isal2017

Hér verður hægt að fylgjast með stöðu keppenda hér:

http://www.wowcyclothon.is/fylgstu-med

  • Baldur Sæmundsson
  • Eyrún Linnet
  • Sigfús Sigfússon
  • Hilmar Örn Sanmann
  • Íris Ragnarsdóttir
  • Jóhann Samsonarson
  • Kristinn Samsonarson
  • Laufey Stefánsdóttir
  • Samson Jóhannsson
  • Lárus Lárusson 

Við óskum þeim góðs gengis og hvetjum alla til að leggja þessu góða málefni lið.


« til baka