06.02.2018

Rannveig Rist vélvirki heiðursiðnaðarmaður IMFR 2018

Rannveig Rist, vélvirki og forstjóri ISAL, var útnefnd heiðursiðnaðarmaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík við hátíðlega athöfn um helgina. Nýsveinahátið félagsins fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem 27 nýsveinar voru heiðrar fyrir góða frammistöðu í námi að viðstöddum forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur.

Í ávarpi sínu við athöfnina þakkaði Rannveig þann mikla heiður sem henni væri sýndur með útnefningunni en á næsta ári eru 40 ár liðin síðan hún hóf nám í Vélskóla Íslands. Rannveig sagði að nám og vinna í vélvirkjun og vélstjórn hafi nýst henni afar vel í störfum sínum í álverinu í Straumsvík og væri tvímælalaust hluti af þeirri farsæld sem hún og samstarfsmenn hefðu náð á í Straumsvík.

Að hafa þennan bakgrunngerir það að verkum að hún ætti auðveldara með að setja sig inn í málin, skilja tungumálið sem talað er og velja góða iðnaðarmenn sem eru um 90 talsins í Straumsvík. Auk þess eru um 30% sérfræðinga og yfirmanna ISAL með iðnmenntun.

Rannveig sagði að það væru dæmi úr sinni forstjóratíð að upp hafa komið alvarleg atvik vegna bilanna í álverinu þar sem iðnmenntun hennar og reynsla hafi ráðið úrslitum um að rétt ákvörðun hafi verið tekin og komist hjá frekara tjóni. Iðnmenntun er menntun og reynsla sem skilar sér svo sannarlega út í atvinnulífinu.

Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1867 og hefur það einkum að markmiði að efla kynningu og menntun í iðngreinum.

Valbjörg Elsa Haraldsdóttir formaður IMFR, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Rannveig Rist, vélvirki.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar