08.05.2018
Grænt bókhald ISAL 2017
Grænt bókhald ISAL fyrir árið 2017 er komið út en í því er m.a. að finna upplýsingar yfir notkun helstu hráefna, útblástur og umhverfisáhrif. Við leggjum okkur fram um að starfa í sátt við umhverfi og samfélag og útgáfa Græna bókhaldsins er mikilvægur liður í því.
Góður árangur náðist á árinu á sviði umhverfismála í Straumsvík. Sérstaklega gekk vel að takmarka útblástur flúoríðs en árangurinn árið 2017 var einn sá besti frá upphafi. Þetta gerðist þrátt fyrir að nokkar rekstrstöðvanir þurrhreinsistöðva á árinu en unnið er hörðum höndum að því að bæta áreiðanleika þeirra.
Við erum stolt af árangri okkar við að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda frá ISAL þótt smávægileg aukning hafi orðið frá fyrra ári. Eftir sem áður er kolefnisígildi á hvert framleitt tonn af áli hjá ISAL með því lægsta sem gerist í áliðnaði á heimsvísu.
Afkoma ISAL hefur batnað umtalsvert árið 2017 miðað við árin á undan sem reyndust fyrirtækinu erfið. Álverð hefur hækkað umtalsvert á árinu en á móti hefur verð á ýmsum aðföngum og hráefnum verið að hækka enn meira. Langtímahorfur eru góðar fyrir afurðir ISAL.
Nýtt framleiðslumet var slegið en framleidd voru 211.543 þúsund tonn í kerskálum og steypuskáli framleiddi 230.865 tonn. Aukin framleiðsla er afleiðing af viðleitni okkar til að auka framleiðni. Lykilatriði í því er færni okkar starfsfólks sem hefur staðið sig með miklum ágætum.
Grænt bókhald ISAL gefur skilmerkilegar og gagnlegar upplýsingar um rekstur ISAL. Allar ábendingar um efni þess eru vel þegnar og má senda þær hér.
Grænt bókhald 2017 má finna hér má finna hér.
« til bakaDeila