20.12.2004

Hæsta álverð í 9 ár

Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist hátt allt árið og hefur að meðaltali ekki verið hærra frá árinu 1995.  Spurn eftir áli hefur á þessu ári aukist hraðar en á undanförnum tuttugu árum og í fyrsta skipti í fjögur ár verið meiri en framboðið.  Álbirgðir hafa því lækkað á árinu um samtals 800 þúsund tonn, sem er mesta minnkun birgða í 9 ár.

Undanfarna áratugi hefur eftirspurn í Bandaríkjunum ráðið mestu um þróunina, en nú virðist Kína vera slá Bandaríkjunum við sem áhrifamesti aðilinn á markaðnum.  Fyrir tíu árum var álnotkun í Kína aðeins einn fjórði af notkuninni í Bandaríkjunum, en notkunin í Kína hefur vaxið svo hratt að á næsta ári er búist við að þeir fari fram úr Bandaríkjamönnum og verði þannig mestu álnotendur í heimi

Kínverjar hafa aukið framleiðslu sinna álvera til að svara aukinni eftirspurn innanlands, en það hefur ekki dugað til og því hafa þeir einnig keypt málm til innflutnings.  Það hefur svo þrýst upp verði á súráli, því meginhráefni sem þarf til framleiðslunnar.  Til viðbótar stefndi um tíma í skort á súráli því verulega dró úr framboði frá Jamaíka seinni hluta árs eftir að loka þurfti súrálsverksmiðjum þar vegna skemmda sem fellibylurinn Ivan olli á eynni. Þótt framleiðsla þar sé komin í fullan gang að nýju og mörg stærstu álfyrirtækin séu að auka framleiðslugetuna í sínum súrálsverksmiðjum annars staðar þá er áfram búist við háu súrálsverði.  Eftirspurnin er einfaldlega svo mikil. Sérfræðingar á markaði telja að spurn eftir áli muni aukast um a.m.k. 4% á næsta ári, sem er meira en áætluð framleiðsluaukning þannig að búast má við að álbirgðir muni áfram minnka á næsta ári og álverð haldast hátt.  

Þótt aukin eftirspurn hafi drifið verðþróun undanfarinna mánaða hefur veiking dollarans einnig haft áhrif. Hann hefur veikst verulega gagnvart flestum gjaldmiðlum, þ.m.t. íslensku krónunni, og því er afkoma álfyrirtækja víða um heim ekki eins góð og vænta mætti. Einnig er vert að hafa í huga, að stærstu kostnaðarliðirnir í rekstrinum tengjast álverðinu og því eykst kostnaðurinn þegar tekjurnar hækka.  Að öllu samanlögðu er þó hátt verð betra en lágt og ef dollarinn réttir úr kútnum geta álframleiðendur horft bjartsýnir til næsta árs. 


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar