13.10.2023

ISAL og Samtökin ´78 undirrita samstarfsyfirlýsingu

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um að gera álver ISAL í Straumsvík vottuðum hinseginvænum vinnustað. Samstarfið felst í því að skapa vettvang fyrir umræðu og upplýsingaöflun sem og miðlun fræðslu, rannsókna og þróunarstarfs í málefnum hinsegin fólks. Báðir aðilar eru sammála um að gera þarf meira til að bæta sýnileika og stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði. Umræðan síðustu misserin hefur aukinheldur sýnt að allir þurfa að leggjast á eitt til að bregðast við bakslagi í réttindum hinsegin fólks.  

Rannveig Rist: „Ég fagna samstarfi okkar við Samtökin ´78. Við  viljum leggja okkar af mörkum og leggja áherslu á að öll upplifi sig velkomin í Straumsvík. Með samstarfinu við Samtökin ´78 viljum við opna umræðuna enn frekar, uppfræða starfsfólk okkar um fjölbreytileikann og á sama tíma aðlaga okkar vinnustað og menninguþörfum ólíkra einstaklinga. Við viljum stuðla að því að öll eigi jafna möguleika og að á vinnustaðnum sé komið fram af virðingu og fordómaleysi. Álverið í Straumsvík er stór vinnustaður og eðlilegt að starfsfólkið sé ákveðin spegilmynd af samfélaginu í heild sinni. Við sækjum styrk í fjölbreytileika sem er líka eitt af áherslumálum móðurfélags okkar Rio Tinto. 

Daníel E. Arnarsson: „Við hlökkum afskaplega mikið til samstarfsins við Rio Tinto, við höfum verið í góðum viðræðum síðustu mánuði og við hjá Samtökunum ’78 finnum fyrir miklum stuðningi og áhuga á málefnum hinsegin fólks. Rio Tinto er að taka stór og mikilvæg skref í baráttunni og það viðmót og áhugi sem við höfum fundið fyrir hjá fyrirtækinu er algjörlega til fyrirmyndar. Það er samfélaginu öllu mikilvægt að fólk gefi ekki undan í baráttunni og sérstaklega nú þegar við finnum fyrir aukinni heift og andúð gegn hinsegin samfélaginu. Til hamingju starfsfólk ISAL“. 


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar