13.02.2004
Vilt þú skrá söguna okkar?
Við erum nú á höttunum eftir áhugasömum og hæfum einstaklingi til að skrifa sögu álversins í Straumsvík. Við viljum hefjast handa á næstu vikum eða mánuðum og gefa söguna út í veglegri bók árið 2006, á 40 ára afmælinu okkar. Við leitum að einstaklingi með haldgóða þekkingu á þjóðmálum frá stofnun fyrirtækisins og reynslu af söguritun.
Hjá fyrirtækinu eru til ýmis gögn, ljósmyndir, skjöl o.fl. auk þess sem ómæld þekking býr í núverandi og fyrrverandi starfsmönnum. Rúmlega 100 starfsmenn eiga að baki meira en 30 ára starfsferil hjá fyrirtækinu og þeir hafa frá ýmsu að segja. Mikið er einnig til af opinberum skjölum, blaðaúrklippum o.fl. sem kann að nýtast þeim sem fenginn verður til starfans.
Við viljum gefa út sögu sem er rétt og sönn, fróðleg og skemmtileg aflestrar. Ef þú hefur áhuga á að skrifa slíka bók og telur þig hæfa(n) til þess biðjum við þig að senda fyrirtækinu upplýsingar um sjálfa(n) þig og fyrri verk fyrir 15. mars nk.
Póstfangið okkar er:
Alcan á Íslandi
Straumsvík
"Saga ISAL"
Pósthólf 244
222 Hafnarfjörður
« til bakaDeila