18.12.2003

Viðunandi álverð

Verð á áli hefur frá því snemma á árinu mjakast upp á við, þvert á spár sem ekki gerðu ráð fyrir miklum hækkunum. Þannig var meðalverð fyrstu ellefu mánaða ársins 1416 dollarar fyrir tonn af áli, samanborið við meðalverð á síðasta ári upp á 1365 dollara. Lægst fór verðið á árinu niður í 1335 dollara (4. apríl) en þegar þessar línur eru skrifaðar hefur hæsta verð ársins verið 1580 dollarar (17. desember).

Ástæður þessara breytinga eru nokkrar. Smám saman virðast efnahagskerfi heimsins vera að taka við sér auk þess sem framboð á útfluttum málmi frá Kína, þar sem nú eru framleidd um 5 milljónir tonna á ári, hefur verið minna en ráðgert var vegna mikillar notkunar í landinu sjálfu. Gengisþróun dollarans gagnvart ýmsum öðrum gjaldmiðlum hefur einnig stuðlað að hærra dollaraverði áls.

Þótt álverð eitt og sér ráði ekki öllu um afkomu álfyrirtækjanna eru það vissulega góð tíðindi þegar verðið hækkar. Hærra álverð leiðir hins vegar til hærri framleiðslukostnaðar, þar sem verð á ýmsum hráefnum tengist álverðinu. Hitt getur líka komið upp, að hækkun kostnaðar þrýsti álverðinu upp. Þannig hefur flutningskostnaður hækkað nokkuð á þessu ári víða um heim og skilað sér út í verðlagið. Hækki álverðið úr hófi eykst einnig hættan á því að viðskiptavinir leiti fanga annars staðar og kjósi að nota plast, stál, kopar eða önnur efni í stað álsins, þar sem það er á annað borð hægt.

Líkt og áður er erfitt að spá fyrir um verðþróun næsta árs. Lengst af þessu ári var álframleiðsla í heiminum nokkuð stöðug á sama tíma og eftirspurn jókst. Á síðustu þremur mánuðum hefur framleiðslan hins vegar aukist nokkuð og meiri málmur komið inn á markaðinn. Hvort aukin eftirspurn helst í hendur við framboðið á næstu mánuðum verður tíminn að leiða í ljós.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar