25.02.2003

800 umsóknir um sumarstörf komnar

Líkt og undanfarin ár er áhuginn á sumarstarfi í Straumsvík gríðarlega mikill. Frá því að auglýst var eftir sumarfólki í byrjun febrúar hafa 800 umsóknir borist og enn eru umsóknir að berast þótt umsóknarfrestur sé runninn út.

Þetta eru enn fleiri umsóknir en á síðasta ári, sem þó sló fyrri met. Í hópi umsækjenda nú eru óvenju margir af fyrrverandi sumarstarfsmönnum sem er mjög jákvætt.

Framundan er mikil vinna við að fara yfir umsóknir en stefnt er að því, að svara öllum umsækjendum fyrir páska.


« til baka