21.02.2003

Góð afkoma þrátt fyrir lágt álverð

Hagnaður Alcan á Íslandi fyrir skatta árið 2002 nam tæpum 3,5 milljörðum króna. Skattgreiðslur vegna ársins eru tæpur 1,1 milljarður króna og hagnaður eftir skatta er því 2,4 milljarðar.

Stjórnendur Alcan á Íslandi eru ánægðir með rekstrarniðurstöður ársins, sérstaklega í ljósi þess að meðalverð ársins var aðeins 1365 USD á tonnið og hafði ekki verið lægra í 9 ár. Metframleiðsla í kerskálum álversins í Straumsvík vó upp lágt verð, þar sem framleidd voru 173.500 tonn. Að auki voru flutt til landsins tæp 22 þúsund tonn af umbræðsluáli, sem breytt var í verðmeiri afurð í Straumsvík og flutt aftur úr landi. Þannig seldi Alcan á Íslandi um 194.000 tonn á árinu 2002 og fékk fyrir rúma 27 milljarða króna.

Við síðustu stækkun verksmiðjunnar í Straumsvík, árið 1997, var árleg framleiðslugeta í kerskálum álversins áætluð 162.000 tonn. Framleiðsla síðasta árs var hins vegar 7% hærri sem skýrist af af straumhækkunum, breyttum áherslum í stjórnun og jafnari kerrekstri.

Horfur fyrir þetta ár eru ágætar, þótt ekki sé búist við verulegum hækkunum á álverði. Hins vegar stefnir Alcan á Íslandi að enn meiri framleiðslu í kerskálum á þessu ári en því síðasta.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar