01.01.2003

Opinn skógur í Hrútey

Laugardaginn 23. ágúst var skógræktarsvæðið í Hrútey í Blöndu við Blönduós opnað með pompi og prakt. Opnun svæðisins er hluti af samstarfsverkefninu "Opinn skógur," sem Alcan á Íslandi, OLÍS og Skógræktarfélags Íslands standa að og hefur það að markmiði að bæta aðgengi almennings að skógsvæðum á landinum.

Fulltrúi Alcan á Íslandi við opnunina var Lind Einarsdóttir, starfsmannastjóri, sem klippti á borða til að opna svæðið formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og fulltrúum OLÍS og Skógræktarfélagsins.

Hrútey er 11 hektara hólmi í ánni Blöndu, rétt við þjóðveginn sem liggur í gegnum Blönduós. Í Hrútey er fjölbreytt gróðurfar og auðugt fuglalíf. Skógrækt á eynni hófst fyrir 61 ári, þegar Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumaður, gróðursetti þar fyrsta tréð. Við opnun svæðisins á dögunum var Jón heiðraður fyrir framlag sitt til skógræktar.


« til baka