17.12.2002

Jón Sigurðsson í stjórn ISAL

Breytingar urðu á stjórn ISAL á stjórnarfundi sem haldinn var þann 12. desember. Kurt Wolfensberger, sem setið hefur í stjórninni um árabil, vék þá sæti og við tók Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.

Eftir breytinguna er stjórnin þannig skipuð; Wolfgang Stiller, yfirmaður hráálsframleiðsludeildar Alcan í Evrópu, er núverandi stjórnarformaður. Aðrir stjórnarmenn f.h. eigenda eru Cynthia Carroll, forseti álframleiðsludeildar Alcan, Christian Roth, fyrrverandi forstjóri ISAL, Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., og Einar Einarsson, forstjóri Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í stjórn ISAL eru Gunnar I. Birgisson, alþingismaður, og Arnar Bjarnason, rekstrarhagfræðingur


« til baka