26.09.2012

Stórum áfanga lokið í fjárfestingaverkefni ISAL

Stórum áfanga var náð í fjárfestingaverkefni RTA hjá ISAL í september, þegar þeim hluta er snéri að rekstraröryggi álversins var lokið.

Tilgangur þessa hluta verkefnisnins var að tryggja það að rafmagn sé alltaf til reiðu fyrir alla þrjá kerskálana og er þannig komið í veg fyrir framleiðslutap í óvæntum kringumstæðum, líkt og átti sér stað árið 2009 þegar rafmagn fór af kerskála í lengri tíma.

Settir hafa verið upp nýir afriðlaspennar með óvenju fjölbreytilega tengimöguleika, sem tengdir eru við hvern hinna þriggja kerskála álversins. Þetta þýðir að við bilun eða viðhald á rafkerfi aðveitustöðvar eða afriðlastöðva er mögulegt að beina orkunni þangað sem hana vantar og er þannig hægt að koma í veg fyrir framleiðslutap verksmiðjunnar.Afriðlaspennir

Einnig hefur verið komið fyrir tveimur afriðlaspennum til viðbótar, en þeir eru grunndvöllur fyrir þeirri straumhækkun sem verkefnið kallar á. Hækkað verður straum á kerskálum 1 og 2 úr 133 kA í 186 kA og er þannig ISAL gert kleift að auka framleiðslu sína um 40 þúsund tonn á ári, eða um 20%.

Nánar um fjárfestingaverkefni RTA hjá ISAL.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar