IPU

    ISAL Production Upgrade (IPU) er þróunarverkefni ISAL en framkvæmdir standa yfir frá 2010 til 2014.

    Verkefnið er tvíþætt. Annar hluti þess lýtur að því að auka framleiðslu álversins um 20%, eða um 40.000 tonn, með því að hækka straum á núverandi kerskálum, auk uppfærslu á búnaði í aðveitustöð og lofthreinsibúnaði. Hinn hlutinn er breyting á framleiðsluafurð álversins úr börrum í verðmætari afurð, svokallaða bolta sem eru sívalar stangir til þrýstimótunar.

    Barrar boltar 

    Skipt verður úr börrum (t.v.) yfir í bolta (t.h.) sem eru verðmætari afurð.

    Verkefnið felur í sér flóknar og viðamiklar breytingar á verksmiðjunni sem vinna þarf samhliða reglulegri framleiðslu. Samanlögð fjárfesting nemur 57 milljörðum króna. Framkvæmdir hófust árið 2010 og er búist við að þeim verði lokið seinni hluta ársins 2014.