Stuðningur við rannsóknir

ISAL hefur á undanförnum árum styrkt ýmis verkefni sem lúta að náttúruvernd og umhverfisrannsóknum. Meðal þeirra rannsókna sem við höfum stutt á undanförnum árum eru:

  • Rannsókn á dvergbleikju í Straumsvík og Kaldá.
  • Rannsókn á áhrifum gróðurs á hraða og heildaruppsöfnun kolefnis í íslenskum vistkerfum.
  • Rannsókn á stofnstærð villiminksins á Íslandi, náttúrulegum vanhöldum og áhrifum veiða á stofninn.
  • Rannsókn á æxlunarlíffræði og nýliðun íslensku hálendisflórunnar.
  • Rannsóknir á gleypnum leir (bentonite) sem bindiefni og skammtara áburðar í landgræðslu.
  • Rannsókn á áhrifum eðlis- og efnafræðilegra umhverfisþátta á lágplöntu- og lyngsamfélög í nágrenni stóriðju.
  • Rannsókn á þungmálmum í mosa í nágrenni álversins.
  • Rannsókn á líffræði, eðlis- og efnaþáttum Kleifarvatns.

 

Okkar áherslur

  • Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
  • Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
  • Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.