Álorðasafn
Álorðasafnið okkar á netið
Allt frá því að fyrirtækið var stofnað fyrir tæpum 50 árum hefur áhersla verið lögð á að rækta íslenska tungu. Þannig hafa erlend heiti á búnaði, efnum, aðferðum o.s.frv. verið þýdd yfir á íslensku, jafnvel þótt orðin hafi hvergi annars staðar verið notuð. Með tímanum hefur því orðið til heimatilbúið álorðasafn sem við erum stolt af að miðla til annarra.
Við hvetjum þýðendur og aðra áhugasama til að styðjast við þau orð sem notuð eru í iðnaðinum sjálfum, enda er það líklegt til að tryggja samræmi í töluðu máli og rituðu þegar rætt er um áliðnaðinn.
Af sögulegum ástæðum er orðasafnið á þremur tungumálum, því þótt enska sé hið alþjóðlega tungumál iðnaðarins þá var þýskukunnátta lengi vel nauðsynleg vegna mikilla samskipta við móðurfélagið í Sviss.