Öryggið ofar öllu

Innan Rio Tinto samstæðunnar er unnið eftir skýrum alþjóðlegum stöðlum (Rio Tinto performance standards) sem allir setja heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismál (HSE) ávallt í öndvegi. Stefnu Rio Tinto í HSE málum má sjá hér (febrúar 2009).

ISAL hefur um árabil verið í fararbroddi þegar kemur að öryggismálum en hjá okkur eru þau mál ávallt í fyrsta sæti. Móðurfélag ISAL, Rio Tinto, leggur megináherslu á öryggismál og gerir miklar kröfur til frammistöðu allra starfseininga á því sviði.

Það er sjónarmið okkar hjá ISAL að ekkert sé mikilvægara en það að starfsmenn fyrirtækisins komist heilir frá vinnu og lítum við svo á að ekkert verk sé svo mikilvægt að fórna megi örygginu við framkvæmd þess.

ISAL hlaut árið 2003, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum. Staðallinn á meðal annars að tryggja að öryggis- og vinnuumhverfismál séu órjúfanlegur þáttur í mats- og ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur, val á verktökum og kaup á vöru og þjónustu vegna starfsemi fyrirtækisins.

Starfsmenn og stjórnendur hjá ISAL eru fullir eldmóði þegar kemur að öryggismálum og leita sífellt leiða til að gera enn betur. Liðir í því eru m.a. markviss fræðsla, áhættugreiningar, mælingar á árangursvísum, skýrar verklagsreglur og fleira. Þessir þættir eru í stöðugri endurskoðun og þróun.

Við eigum í nánu samstarfi við systurfyrirtæki okkar um allan heim sem veitir okkur tækifæri til að miðla okkar reynslu sem og sækja upplýsingar um aðferðir sem geta bætt rekstur okkar enn frekar.

Við gerum kröfur til verktaka og gesta okkar með það að sjónarmiði að hámarka öryggi þeirra innan athafnasvæðis okkar. Verktakar sem starfa á svæðinu verða að ljúka sérstöku verktakanámskeiði og fylgja reglum um öruggt verklag.

Samskiptasvið ISAL annast móttöku gestahópa en allir gestir fá sérstaka fræðslu við komu. Í móttöku aðalskrifstofu ISAL er aðstaða þar sem gestir fá stutta öryggiskynningu áður en þeim er heimil innganga á svæðið. Nánari upplýsingar um gestaheimsóknir er að finna hér.

 

 

 

 

Öryggisstjórnun

  • ISAL var fyrst fyrirtækja á Íslandi að innleiða öryggisstjórnun sem stenst hinn alþjóðlega öryggisstaðal OHSAS 18001. 
  • OHSAS 18001 staðallinn er kröfulýsing á sviði öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunar.  Fyrirtæki sem starfa skv. staðlinum þurfa sífellt að vinna að umbótum og eru líklegri en önnur til að ná árangri.
  • Staðallinn á meðal annars að tryggja, að öryggis- og vinnuumhverfismál séu órjúfanlegur þáttur í mats- og ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur, val á verktökum og kaup á vöru og þjónustu vegna starfseminnar.