Íslensku bjartsýnisverðlaunin
Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru árleg menningarverðlaun sem eiga sér langa sögu. Þau voru fyrst afhent árið 1981 og voru allt til ársins 1999 kennd við upphafsmann sinn, Danann Peter Brøste.
Við verðlaunaafhendinguna það ár varð ljóst að Brøste vildi draga sig í hlé eftir 18 ára rausnarlegt starf og skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda þessum merku menningarverðlaunum á lífi. ISAL tók þeirri áskorun og varð bakhjarl verðlaunanna frá og með árinu 2000. Nafni þeirra var breytt í Íslensku bjartsýnisverðlaunin með samþykki forseta Íslands, sem frá upphafi hefur verið verndari verðlaunanna.
Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa fyrir löngu fest sig í sessi. Þau eru í senn viðurkenning og hvatning fyrir íslenska listamenn og leitast er við að gæta jafnræðis milli listgreina. Verðlaunahafarnir eru nú orðnir 43 talsins og bætist árlega við þann glæsilega hóp.
Þessir listamenn hafa hlotið Bjartsýnisverðlaunin:
- 2023 Laufey Lín Jónsdóttir
- 2022 Sigríður Soffía Níelsdóttir
- 2021 Fríða Ísberg
- 2020 Ari Eldjárn
- 2019 Hildur Guðnadóttir
- 2018 Daníel Bjarnason
- 2017 Margrét Örnólfsdóttir
- 2016 Elín Hansdóttir
- 2015 Ólafur Arnalds
- 2014 Hugi Guðmundsson
- 2013 Ragnar Kjartansson
- 2012 Helga Arnalds
- 2011 Sigrún Eldjárn
- 2010 Gísli Örn Garðarsson
- 2009 Víkingur Heiðar Ólafsson
- 2008 Brynhildur Guðjónsdóttir
- 2007 Guðný Halldórsdóttir
- 2006 Hörður Áskelsson
- 2005 Ragnhildur Gísladóttir
- 2004 Dagur Kári Pétursson
- 2003 Hilmar Örn Hilmarsson
- 2002 Andri Snær Magnason
- 2001 Björn Steinar Sólbergsson
- 2000 Hilmir Snær Guðnason
- 1999 Björk Guðmundsdóttir
- 1998 Gyrðir Elíasson
- 1997 Karólína Lárusdóttir
- 1996 Haukur Tómasson
- 1995 Friðrik Þór Friðriksson
- 1994 Helga Ingólfsdóttir
- 1993 Kristján Jóhannsson
- 1992 Sigrún Eðvaldsdóttir
- 1991 Helgi Gíslason
- 1990 Leifur Breiðfjörð
- 1989 Hlíf Svavarsdóttir
- 1988 Einar Már Guðmundsson
- 1987 Guðmundur Emilsson
- 1986 Kjartan Ragnarsson
- 1985 Ágúst Guðmundsson
- 1984 Helgi Tómasson
- 1983 Þorgerður Ingólfsdóttir
- 1982 Bragi Ásgeirsson
- 1981 Garðar Cortes