Íþróttastarf í Hafnarfirði
ISAL er stolt af samstarfi sínu við íþróttafélögin í Hafnarfirði. Fyrirtækið styður myndarlega við barna- og unglingastarf félaganna og sérstakur samningur við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), sem er samstarfsvettvangur allra íþróttafélaga í bænum, tryggir jafnræði milli félaganna og stuðlar að aukinni fagmennsku.
Samkvæmt gildandi samningi greiðir ISAL 11 milljónir króna til ÍBH, sem skiptir upphæðinni milli aðildarfélaga sinna. Miðað er við að 60% af heildarupphæð samningsins skiptist eftir fjölda iðkenda 17 ára og yngri en 40% er skipt samkvæmt menntunarstigi þeirra sem sinna þjálfun og fræðslu á vegum félaganna. Þá er horft til ýmissa námskeiða sem tengjast íþróttaþjálfun; menntunarstiga ÍSÍ og sérsambanda innan íþróttahreyfingarinnar, íþróttakennaramenntunar, þjálfaranáms á háskólastigi o.fl.
Með þessu er ætlunin að hvetja til faglegra vinnubragða á sem flestum sviðum barna- og unglingastarfsins og tryggja þannig ánægju iðkendanna og aðstandenda þeirra.
Þessi félög njóta góðs af stuðningi Alcan við íþróttastarfið í Hafnarfirði:
- Haukar
- FH
- Fimleikafélagið Björk
- Golfklúbburinn Keilir
- Sundfélag Hafnarfjarðar
- Siglingaklúbburinn Þytur
- Hestamannafélagið Sörli
- Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
- Íþróttafélagið Fjörður
- Badmintonfélag Hafnarfjarðar
- Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar