Sp. 5
Verður álverinu lokað ef ekki kemur til stækkunar?
Með stækkun álversins verður samkeppnishæfni þess tryggð til lengri framtíðar. Ef fyrirtækið fær ekki tækifæri til að vaxa og dafna þá fjarar smám saman undan því. Ómögulegt er að segja hversu langan tíma slíkt tekur en hins vegar er ljóst að líftími verksmiðjunnar styttist um áratugi ef hún verður ekki stækkuð. Í þessu samhengi má nefna, að núgildandi orkusamningur rennur út árið 2014 (eftir aðeins 7 ár) og óljóst er hvað tekur við að þeim tíma loknum.
Flutningur á verksmiðjunni er heldur ekki raunhæfur möguleiki, enda kostnaður og fyrirhöfn við slíkt líklega meiri en að reisa nýja verksmiðju frá grunni – það þyrfti jú að byggja nýtt undir starfsemina og rífa byggingar o.fl. á núverandi stað með tilheyrandi kostnaði. Þá er ólíklegt að jafngóður staður finndist í nágrenninu, enda þarf að huga að ýmsu þegar álveri er valinn staður, t.d. góðri hafnaraðstöðu og góðu aðgengi að vatni, svo eitthvað sé nefnt.