Fólkið

Starfsfólk ISAL eru um 380 talsins. Sérfræðingar, stjórnendur og millistjórnendur eru hátt í 70 og eru flestir þeirra með háskólamenntun. Flestir hafa menntun á sviði verkfræði og tæknifræði, en einnig eru í okkar sérfræðingahópi viðskiptafræðingar, vörustjórnunarfræðingar og fólk með háskólapróf í jarðefnafræði, eðlisfræði, tölvunarfræði, hagfræði, félagsfræði og sálfræði svo fleiri dæmi séu nefnd. Um 90 iðnaðarmenn starfa hjá álverinu; bifvélavirkjar, vélvirkjar, rafvirkjar, kokkar, rafeindavirkjar, málarar, múrarar o.fl. Ennfremur eru um 30% stjórnenda og sérfræðinga einnig með iðnmenntun. Ríflega 250 starfsmenn hafa lokið námi í Stóriðjuskólanum (stóriðjugreinar og áliðjugreinar) frá stofnun hans árið 1998. Aðrir starfsmenn eru ófaglærðir.

Hjá fyrirtækinu er lítil starfsmannavelta sem ótvírætt bendir til þess að okkar fólki líki við vinnustaðinn. Starfsaldurinn er að meðaltali hár og vel á annað hundrað starfsmenn  hafa náð 30 ára starfsaldri.  Ákveðin kynslóðaskipti hafa þó orðið á undanförnum árum þar sem margir frumkvöðlanna hafa látið af störfum og yngra fólk tekið við. Fyrirtækið hefur hlotið Jafnlaunavottun fyrir árin 2022-2025.

Ýmis fríðindi fylgja starfi hjá ISAL. Auk samkeppnishæfra launa má nefna að starfsmenn eiga kost á fari án endurgjalds með rútum sem aka um allt höfuðborgarsvæðið til og frá Straumsvík. Einnig er starfsmönnum lagður til vinnufatnaður og fá þeir fá frítt fæði í vinnutímanum.

Netföng starfsfólks er ekki að finna á þessum vef. Almennar fyrirspurnir má fá í síma 560 7000 eða  senda á netfangið isal@riotinto.com  og þær verða framsendar til þess er málið varðar. 

 

Smiðjan

Smiðjan er sérstakur vinnustaður á athafnasvæði ISAL þar sem starfsmönnum sem komnir eru af léttasta skeiði, og öðrum sem hafa átt við sjúkleika að stríða, er boðið starf við hæfi.  Smelltu á myndina til að skoða viðtal sem birt var í Fréttablaðinu við nokkra starfsmenn í Smiðjunni.

 

           

Starfsfólkið

  • Lykillinn að árangri er hæft, áhugasamt og jákvætt starfsfólk sem skapar öruggan og eftirsóknarverðan vinnustað.
  • Við leggjum áherslu á markvisst fræðslustarf, endurgjöf á frammistöðu og gott upplýsingaflæði ásamt tækifærum til starfsþróunar.