Sp. 8

Eru einhver dæmi um það erlendis að íbúabyggð sé eins nálægt álverum og hér?

Fjölmörg dæmi eru um íbúabyggð sé mun nær álverum en hér tíðkast, t.d. í Kanada og Noregi. 

Á myndinni hér til hliðar má t.d. sjá SØRAL álverið í Husnesi í Noregi (smellið á myndina til að stækka hana) en vinstra megin á myndinni má sjá nokkurn fjölda íbúðahúsa.  Reyndar vill svo skemmtilega til, að milli álversins og byggðarinnar er golfvöllur eins og hjá okkur í Straumsvík!

Í rauninni er ekki til algild regla um það, hversu íbúabyggð má vera nálægt álverum heldur eru aðstæður metnar á hverjum stað fyrir sig.