Sp. 10
Er flúor hættulegur?
Flúor í því magni sem kemur frá álverinu er ekki hættulegur fólki. Viðmiðunarmörkin sem fyrirtækinu eru sett og það uppfyllir eiga við um gróður, en heilsuverndarmörk fyrir fólk eru 30 sinnum hærri. Mælingar á áhrifum flúors á gróður í nágrenni verksmiðjunnar ná tæp 40 ár aftur í tímann. Þau eru nú mjög lítil og þyrftu að margfaldast til valda skemmdum á gróðri. Til fróðleiks má nefna að flúor er notaður í ýmsar daglegar neysluvörur en eins og mörg önnur efni getur hann verið hættulegur í mjög miklu magni.