Sp. 16

Beint á móti álverinu, sunnan við Reykjanesbrautina, er í hrauninu algjör gróðurauðn. Er það vegna mengunar frá álverinu?

Nei, ástæða þess að enginn gróður er á stóru svæði sunnan við Reykjanesbrautina er ekki mengun frá álverinu heldur gríðarlegt jarðrask sem varð vegna yfirborðsnámu í Kapelluhrauninu fyrir meira en 40 árum. Þá var efsta hraunlagið fjarlægt og m.a. notað í uppfyllingar við gerð Reykjanesbrautarinnar.

Hægt er að stækka myndina með því að smella hér.

Myndin er fengin hjá Landmælingum Íslands og er tekin 14. júní 1966.