Persónuvernd

Stefna Rio Tinto á Íslandi um persónuvernd

Rio Tinto á Íslandi hf., eða ISAL, kappkostar að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur.

Í persónuverndarstefnu þessari er að finna upplýsingar um hvers vegna ISAL safnar persónuupplýsingum og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Persónuverndarstefnan byggir á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Hvað eru persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar eru sérhverjar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling; þ.e upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.  Vinnsla persónuupplýsinga vísar til aðgerðar eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki.

Persónuupplýsingar sem ISAL vinnur með

Skipta má persónupplýsingum sem ISAL vinnur með í tvo flokka: starfsmenn og umsækjendur um starf annars vegar  og fyrir utanaðkomandi aðila, s.s. verktaka og viðskiptavini hins vegar. Hér má skoða persónuverndarstefnu ISAL gagnvart:

Persónuvernd

Einstaklingar geta haft samband við fulltrúa fyrirtækisins vegna persónuverndar um öll mál sem tengjast persónuupplýsingum þeirra og hvernig þeir geta neytt réttar síns.

Hægt er að hafa samband á  netfanginu personuvernd@isal.is