Rafræn vöktun
Hér að neðan er fræðsla og upplýsingar um notkun eftirlitsmyndavéla hjá Rio Tinto á Íslandi hf.
Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er: Rio Tinto á Íslandi, netfang personuvernd@isal.is
Tilgangur vöktunarinnar: Öryggis og -, eignavarsla ásamt vöktun búnaðar.
Heimild til vinnslu: Vöktun fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna Rio Tinto af öryggis-, eignavörslu og til vöktun búnaðar.
Tegundir persónuupplýsinga: Myndavélar í beinu streymi eru hugsaðar til að auðvelda starfsfólki og stjórnendum að hafa yfirsýn yfir starfssvæði.
Upptökur geta verið notaðar til að:
-
Greina orsakir frávika er lúta að öryggis (slysa, hér-um-bil slysa og annarra frávika) og eignavörslu, bæði hvað varðar búnað og starfsfólk, til að unnt sé að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.
-
Ef grunur vaknar um refsiverða háttsemi.
-
Greina orsakir tjóns á eignum og búnaði, í því skyni að draga úr slíku tjóni í framtíðinni.
-
Greina frammistöðu búnaðar eða bilanaorsakir.
Viðtakendur: Allt myndefni er aðgengilegt hjá ákveðnum hagsmunaaðilum hjá Rio Tinto á Íslandi. Efni með upplýsingum um slys eða refisverðan verknað getur jafnfamt verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10.gr reglna nr 50/2023 um rafræna vöktun.
Varðveislutími myndefnis: Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Einnig er myndefni geymt ef það er talið að geta nýst í fræðslu til þess að auka öryggi starfsfólks og verktaka. Notkun slíks myndefnis er einungis gert með skriflegu samþykki þeirra sem birtast á því og hafa viðkomandi aðilar alltaf rétt til þess að afturkalla samþykki sitt.
Réttindi einstaklinga: Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd: Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.
Ef vakna frekari spurningar vinsamlegast sendið fyrirspurn á personuvernd@isal.is