Fræðslustarf

Metnaðarfullt fræðslustarf er lykilþáttur í starfsemi ISAL. Fræðslan skilar sér í hærra menntunarstigi starfsfólksins og eflir fyrirtækið á allan hátt. Fræðslustundir starfsmanna skipta tugum þúsunda á hverju ári og ávinningurinn er sameiginleg eign starfsmannsins og fyrirtækisins og skapar verðmæti fyrir báða aðila.

Í fræðslustarfinu ber Stóriðjuskólann hæst. Í honum er boðið upp á sérhæft tækninám í áliðnaði á tveimur stigum, grunnnám og framhaldsnám. Markmiðið er að efla fagþekkingu og öryggi starfsfólks, auka möguleika þess á að vinna sig upp innan fyrirtækisins og efla samkeppnishæfni fyrirtækisins.

Að auki er boðið upp á margs konar fræðslu, t.d. þjálfun í tæknilegri færni starfsmanna á ýmsum sviðum, leiðtogaþjálfun, nýliðafræðslu, fræðslu um öryggis-, heilsu- og umhverfismál, mannleg samskipti og hópastarf. Hjá fyrirtækinu er til staðar fóstrakerfi sem auðveldar nýliðanum að kynnast vinnustaðnum og þeim fjölmörgu og flóknu verkum sem þarf að vinna.

Stjórnendum og framtíðarleiðtogum er einnig boðið upp á markvissa símenntun og það nýjasta er svokölluð Black Belt og Green Belt þjálfun, sem byggir á aðferðafræðinni Lean Six Sigma.  Á þessu sviði er álverið í Straumsvík frumkvöðull á Íslandi en aðferðafræðin hefur notið vaxandi vinsælda erlendis upp á síðkastið.  

Ávinningur af fræðslustarfi

Ávinningurinn af símenntun og fræðslu er margvíslegur. Þessir eru helstu kostirnir:

  • Öruggari vinnustaður
  • Hæfara starfsfólk
  • Jákvæðara starfsfólk
  • Aukin verðmætasköpun
  • Auðveldari innleiðing breytinga
  • Sameiginlegur skilningur á viðfangsefnum
  • Sterkari samkeppnisstaða fyrirtækisins
  • Eftirsóknarverðari vinnustaður
  • Aukin verðmætasköpun
  • Aukin starfsánægja