Úthlutanir 2010

Tvær úthlutanir úr Samfélagssjóði Alcan hafa farið fram á árinu en þær fóru fram í júní og október. 36 aðilar hafa hlotið styrk úr sjóðnum á tímabilinu en alls hafa tæplega 200 umsóknir borist. 13 milljónum króna hefur verið úthlutað úr sjóðnum á þessu ári. 

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum:

Styrkir að upphæð 1.200.000 kr.

  • Hafnarborg, Menningar og listamiðstöð Hafnarfjarðar - vegna Hádegistónleika Hafnarborgar veturinn 2010-2011, og annarra verkefna

Styrkir að upphæð 1.000.000 kr.

  • Styrktarfélagið Líf - vegna stofnunar styrktarfélags Kvennadeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss
  • Hrönn Egilsdóttir - vegna rannsóknarverkefnis um áhrif efnabreytinga í sjó á ýmsar lífverur

Styrkir að upphæð 700.000 kr.

  • Kór Flensborgarskólans - vegna ferðar á kóramót
  • Nýja Skólakerfið - vegna stofnunar Tæknigrunnskólans

Styrkir að upphæð 500.000 kr.

  • Sumarbúðirnar Kaldárseli - vegna viðgerða á skála Kaldársels
  • Sesseljuhús umhverfissetur - til uppbyggingar Orkugarðs, fræðslu- og skemmtigarðs um endurnýjanlega orkugjafa
  • Sólheimar - vegna framkvæmda við Tómasarsmiðju; vinnustofu, verkstæði og slökkvistöð fyrir byggðahverfið að Sólheimum
  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir - vegna meistaranáms í hamfarastjórnun
  • Jafnréttishús - vegna sundnámskeiðs fyrir konur af erlendum uppruna
  • K-dagsnefnd Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar - vegna sölu á K-lyklinum; lykli að lífi

Styrkir að upphæð 480.000 kr.

  • Leikhópurinn Opið út - vegna leiksýningarinnar „Bláa Gullið“; börnum í 4. og 5. bekk í Hafnarfirði boðið á sýninguna

Styrkir að upphæð 400.000 kr.

  • Garðar Eyjólfsson - vegna vöruhönnunar
  • Hugborg Pálmína Erlendsdóttir - vegna hönnunar og framleiðslu á spilinu Hugur og Fluga; Spil til þjálfunar hljóðkerfisvitundar
  • Félag Heyrnarlausra - vegna framleiðslu á Tinnu Táknmálsálfi, sjónvarpsþáttum fyrir heyrnarlaus börn

Styrkir að upphæð 300.000 kr.

  • Ágúst Birgisson - vegna verkefnisins „Öruggari á jöklum“
  • Björgunarsveitin Ársæll - til kaupa á sérhæfðri leitarmyndavél
  • Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki - vegna reksturs unglinga- og sumarbúða

Styrkir að upphæð 250.000 kr.

  • Lúðrasveit Reykjavíkur - vegna tónleikaferðar
  • Óperukór Hafnarfjarðar - vegna útgáfu geisladisks í tilefni af 10 ára afmæli kórsins

Styrkir að upphæð 200.000 kr.

  • Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík - til að efla bogfimiíþróttina meðal fatlaðra
  • Maxímus Músíkús - til að koma tónlistarfræðsluefni á framfæri erlendis
  • Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð - vegna forvarnaverkefnis fyrir félagslega einangraða unglinga
  • Nemendur við Háskóla Íslands og Orku- og Tæknskóla Keilis - vegna hönnunar, smíði, þróunar, markaðsetningar og keppni á eins sæta rafmagnsbíl á Formula Student 2011
  • Tæknifræðingafélag Íslands - vegna útgáfu bókarinnar „Tækni fleygir fram“, sögu tæknifræði á Íslandi
  • Skottur – samtök kvennasamtaka á Íslandi - vegna Kvennafrídagsins 2010

Styrkir að upphæð 150.000 kr.

  • Blátt áfram - vegna námskeiðahalds fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar
  • Öldutúnsskóli - til kaupa á vatnsvél fyrir nemendur
  • Kvenréttindafélag Íslands - vegna verkefna í hauststarfi félagsins

Styrkir að upphæð 100.000 kr.

  • Félag Heyrnarlausra - vegna 50 ára afmælis Félags Heyrnarlausra
  • Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla - vegna sumardvalar fyrir fötluð börn
  • Foreldrafélag Skólakórs Lækjarskóla - vegna ferðar á norrænt skólamót barnakóra
  • The Vintage - vegna útgáfu fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar
  • Margrét Sesselja Magnúsdóttir - vegna Elligleði - söngskemmtunar fyrir aldraða með heilabilun
  • Jónas G. Halldórsson - vegna rannsóknarverkefnisins "Afleiðingar höfuðáverka meðal barna og unglinga á Íslandi"

Styrkir að upphæð 50.000 kr.

  • Bryndís Einarsdóttir - vegna undirbúnings fyrir sænska meistaramótið í mótorkrossi

Samfélagið og við

  • Við erum samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
  • Við viljum stuðla að félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu sjálfbæri.
  • Samfélagssjóður Rio Tinto á Íslandi var stofnaður vorið 2005 og úr honum eru veittir styrkir til ýmissa metnaðarfullra verkefna.
  • Við erum hluti af samfélaginu.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra.