Koltvísýringur

Koltvísýringur (CO2) er helsta gróðurhúsalofttegundin sem losnar við rafgreiningu áls. Það gerist þegar súrefni - sem losnar úr súráli við efnahvarf - brennur með kolefnum forskautanna sem leiða rafstraum inn í kerið.  Magn CO2 er þannig í ákveðnu hlutfalli við framleiðslu í kerskálanum og er um 1,5 tonn á hvert framleitt áltonn.

Koltvísýringur myndast einnig við bruna jarðefnaeldsneytis, svo sem svartolíu og própangass. Svartolía er notuð til að kynda ofna í steypuskála og própangas er notað við ýmsa upphitun.

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu og nota rafmagn í staðinn með góðum árangri. 

Okkar áherslur

  • Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
  • Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
  • Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.