Brennisteinsdíoxíð
Brennisteinsdíoxíð (SO2) myndast við álframleiðslu vegna efnasamsetningar forskautanna, sem innihalda um 1,4% brennistein. Við rafgreiningu súráls brenna forskautin, brennisteinninn gengur í samband við súrefni og myndar SO2, sem ekki er hreinsað.
SO2 getur myndast á ýmsan hátt, t.d. með brennslu jarðefnaeldsneytis, bæði við almenna notkun og sértæka eins og kyndingu á ofnum í steypuskála álversins.
Hreinsun á SO2 er möguleg með svokallaðri vothreinsun. Hún kemur í veg fyrir að SO2 berist út í andrúmsloftið, en í staðinn berst efnið með frárennslisvatni í sjó. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar aðferðar - sumir eru mjög hlynntir henni á meðan aðrir mæla gegn losun efnisins í sjó.
Okkar áherslur
- Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
- Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
- Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
- Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
- Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.